Nesskip
Stórflutningar eða flutningur heilfarma ásamt umboðsþjónustu við skip er megin starfsemi Nesskip


Stórflutningar
Stórflutningar eða flutningur heilfarma er megin starfsemi Nesskip og hefur Nesskip verið í fararbroddi slíkrar starfsemi í yfir 50 ár. Fyrirtækið starfar í samvinnu við og hefur beinan aðgang að að flota norska
flutningafyrirtækisins Wilson EuroCarriers í Bergen. Floti Wilson telur yfir eitthundrað skip og er burðargeta þeirra á bilinu 2.000 – 9.000 tonn. Þessi samvinna veitir fyrirtækinu aðgang, hvenær sem þörf er á, að stórum flota skipa af mismunandi stærð og gerð. Þetta fyrirkomulag eykur til muna sveigjanleika, áreiðanleika og gæði þeirrar þjónustu sem Nesskip veitir viðskiptavinum sínum.
Skip á vegum Nesskip hafa um 450 viðkomur í íslenskum höfnum á ári.
Flutningar fyrirækisins á ársgrundvelli, til og frá Íslandi, eru um 700.000
tonn.
Umboðsþjónusta
Umboðsþjónusta við erlend skip sem hafa viðkomu í íslenskum höfnum, s.s. flutninga-, tank-, rannsókna- og fiskiskip er ríkur þáttur í starfsemi Nesskip. Umboðsþjónustan veitir alhliða þjónustu um allt land og er opin allan sólarhringinn, allt árið um kring. Liðsheildin samanstendur af einstaklingum sem allir hafa að baki áralanga reynslu á þessu sviði, ásamt því að vera menntaðir skipstjórnarmenn.
Umboðsþjónusta Nesskip annast jafnframt tækni- og viðgerðarþjónustu, áhafnaskipti, olíusölu, losun úrgangsolíu, tollafgreiðslu varahluta og útvegun vista hvar og hvenær sem þörf krefur.


Tankskip
Útflutningur á lýsi frá Íslandi og flutningur annarra FOSFA farma er hluti af megin starfsemi Nesskip.
Samstarf við norska flutningafyrirtækið, Sea Tank Chartering veitir Nesskip aðgang að flota tankskipa í þeim tilgangi að bjóða viðskiptamönnum fyrirtækisins þá gerð og stærð skipa sem best henta hverju sinni.
Önnur þjónusta
Fyrir utan hefðbundna flutninga-, umboðsþjónustu og skipamiðlun veitir Nesskip viðskiptamönnum sínum og samstarfsaðilum aðra flutningatengda þjónustu, s.s. við lestun og losun skipa, akstur, flutningsmiðlun og flutningaráðgjöf.
Með áralanga reynslu að baki eru starfsmenn Nesskip ætíð reiðubúnir til ráðgjafar og aðstoðar.

Nesskip að störfum
Skoðaðu myndbandið og fáðu innsýn í okkar daglegu störf.
Nesskip ber takmarkalausa virðingu fyrir umhverfi því sem fyrirtækið og starfsmenn þess starfa innan
Viðskiptasiðferði og gildi
Nesskip hafa einsett sér að stunda viðskipti sín samkvæmt ströngum siðferðislegum gildum. Skoða nánar
Umhverfis- og öryggisstefna
Skip Nesskipa hafa innleitt vottað öryggisstjórnunarkerfi í rekstri sínum samkvæmt alþjóðlegum ISM kóða. Skoða nánar